þriðjudagur, 14. júní 2011

Mér þykir þetta afskaplega áhugaverð pæling sem Bill Gates kallar "Spiral of Success". Maður byrjar á einhverju, gerir það endurtekið þangað til að það verður að vana og getur þá bætt við sig meira af góðum venjum. Maður kemst inn í hringrás velgengni. Þegar ég skoða ferilinn minn þá ætla ég að setja upphafið við að hafa hætt að reykja. Hvort sem ég fattaði það þá eða ekki þá hóf ég feril velgengis hvern dag sem ég reykti ekki. Ég var komin inn í rútínu sem leyfði mér svo að bæta við heilbrigðari umgengni við mat og að koma mér upp daglegri rútínu sem fól í sér hreyfingu. Þetta er ósköp einfalt; maður velur sér eitthvað, hvort sem það er hreyfing eða matur eða sígó eða bora í nefið og kemur sér svo upp vana sem felur í sér að gera (eða gera ekki ef nefboranir er það sem um ræðir) umrædda athöfn á reglulega. Það er kannski augljóst en flestir virðast svo klikka á aðalatriðinu. Það er að segja að breyta athöfn í vana. Maður byrjar af kappi og fer í eróbikk á hverjum degi í viku. En svo kemur eitthvað upp á, vinna, frí, vinir, fjölskylda, leiðindi, lífið... og maður hættir að gera athöfnina. Og þar liggur hnífurinn í kúnni. Það má ekki láta lífið koma í veg fyrir að athöfn breytist í vana. Og til þess að um vana sé að ræða verður að gera það reglulega. Þetta er svo einfalt að maður ætti ekki einu sinni að þurfa að tala um þetta. Það þarf bara að plana aðeins. Ákveða að hreyfa sig þrisvar í viku. Það er nóg til að koma upp vana. Ef maður missir úr skipti þá bara gerir maður það daginn eftir. Svo lengi sem maður gerir það. Plana aðeins ef maður veit að eitthvað er að koma upp á. Ekkert mál. Mig langar núna til að bæta inn í spíralinn minn og skoða fjármálin. Mikið væri gaman að koma sér upp vana sem felur í sér að smá saman borga skuldir. Lifa svo bara lífinu þvengmjór, fitt og skuldlaus. Það væri nú alveg alvöru.

2 ummæli:

murta sagði...

Þegar ég hugsa um það þá standa hnífar örugglega í kúm (kýr, kúm, kýrum, kúum...beljum) frekar en að liggjá í þeim. Sei, sei já.

Guðrún sagði...

Og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Kýr-kú-kú-kýr
Kýrin-kúna-kúnni-kýrinnar.

kveðja,
mamma (sem ekki þurfti að fletta upp núna)