miðvikudagur, 8. júní 2011

Það sem skipti sköpum í þetta skiptið, það sem aðskilur þessa tilraun mína til heilbrigðari lífstíls er margþætt og að mörgu leyti í sjálfu sér eitt vert athugunarefni. En ef ég á að velja eitthvað eitt myndi það vera að ég kortlagði ferðalagið örlítið áður en ég lagði af stað. Sem er hefði átt að liggja í augum úti svo sem af því að ég er svo áttavillt. Ég eyddi tíma í að skilgreina markmið mín, og hvernig ég ætlaði að ná þeim. Ég kortlagði heilsu mína og hamingju. Og ég reyni að fylgja þessu korti mínu.
  • Ég planlegg matseðilinn minn og spara þannig tíma, pening og áhyggjur af því að lenda í klandri.
  • Ég drekk ógrynni af vatni og reyni að halda öðrum drykkjum í lágmarki.
  • Ég fylgi matarplaninu mínu 95% tímans.
  • Ég borða mjög lítið af kolvetnum fyrir utan hafra og korn.
  • Ég borða svívirðilegt magn af grænmeti.
  • Ég hreyfi mig af ákveðni á hverjum degi.
  • Ég geri allt sem í mínu valdi stendur til að gera þetta skemmtilegt.
  • Ég er ekki fullkomin, ég get stanslaust gert betur og ég viðurkenni veikleika mína.
  • Ég hef 100% trú á sjálfri mér.
Allt hitt er svo bara hugarleikfimi.

Engin ummæli: