laugardagur, 30. júlí 2011

Um daginn var ég hálf nojuð yfir því að vera að fara í frí. Ég sá fyrir mér að ég myndi smá saman sleppa tökunum á sjálfri mér, tökum sem mér hafa fundist að undanförnu vera frekar máttlítil. En ég gleymdi að taka með í reikninginn nokkuð sem skipti bara heilmiklu máli. Ég er búin að vera feit og með skringilegt samband við mat og át í 30 ár. Ég er bara búin að vinna í að vera heilbrigð og sátt við sjálfa mig og mat í rúm tvö ár. Og síðast þegar ég fór í frí þyngdist ég um 3 kiló. Fríið þar á undan þyngdist ég um 6 kíló. Ég er alltaf að læra á þetta alltsaman og á sjálfa mig. Ef við tökum þetta bara út frá tíma þá er mér miklu eðlilegra að haga mér eins og bestía en að haga hlutunum á heilbrigðari veginn. En ég er líka alltaf að verða duglegri og duglegri. Ég er alltaf að læra betur hvernig ég stjórna aðstæðum í stað þess að leyfa aðstæðum að stjórna mér. Ég er alls ekki búin að fatta þetta alltsaman, ég er allsekki búin að finna lausnina, ég veit ekkert meira um heilbrigðan lífstíl en næsti maður; ég veit bara aðeins meira en ég vissi fyrir rúmum tveimur árum. Og bara það að vita meira í dag en í gær gerir þetta ekki endilega auðveldara að díla við. Þegar erfiðu stundirnar koma þá eru þær bara erfiðar og það er ekkert meira um það að segja. Það eina sem ég veit er að ég vel heilbrigðari kostinn miklu oftar en ekki. Ég á alltaf eftir að vera "á meðan". Ég sé ekki fyrir mér að ég verði nokkurn tíman "eftir". En ef við spáum í því skiptir það í alvörunni einhverju máli? Ég vaknaði í morgun, á laugardagsmorgni, fékk mér overnight oats og fór svo út að hlaupa. Af því að mig langaði til þess. Ég er ný manneskja. 200 grömm í plús eftir viku í fríi í ár hljóta að vera vísbending að ég er búin að læra heilmikið síðan ég fór í frí síðast. Þessi uppgötvun hefur skilið eftir sig bjartsýni og jákvæðni sem mig var búið að vanta í nokkrar vikur. Og þessi uppgötvun er akkúrat það spark sem mig vantaði núna til að halda áfram. Svörin búa alltaf innra með manni.

Engin ummæli: