mánudagur, 1. ágúst 2011

Í dag rigndi loksins. Það er búið að vera heitt, rakt og muggy eins og Bretinn myndi segja og okkur var farið að vanta rigningu. Það ætti svo að þýða að sólin byrjar aftur að skína á morgun.Ég hljóp í morgun mitt lengsta hlaup hingað til, hlaupin alltaf að verða ánægjulegri og ánægjulegri og ég farin að hafa alvarlegar áhyggjur af því að þau fari að taka yfir alla mína líkamsrækt. Svo var húsið þrifið eins vel og 200 ára gamlir kofar geta verið þrifnir. Það eru alltaf horn og skúmaskot sem bara ekki er hægt að ná til. Lúkas fór svo til frænda síns eftir hádegi og ég vann að smávegis verkefni sem lítur vonandi dagsins ljós í miðjum september eða svo. Sjáum til. Mikið er gott að vera í fríi. Hvað ég þarf að vinna lottó til að geta bara haldið áfram að dúlla mér svona. Best að stússast aðeins í eldhúsinu núna. Þarf ég ekki að finna eitthvað nýtt upp?

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Hefði viljað hafa ykkur með í rigningunni á Flúðum en maður fær ekki allar óskir uppfylltar.

murta sagði...

Nein, það er nú svo mamma mín. xx