laugardagur, 1. október 2011


View Larger Map


Af því að það er laugardagur og ég hef meiri tíma en ella ákvað ég í gærkveldi að skora aðeins á sjálfa mig í dag. Í dag var komið að því að hlaupa til Wrexham. Ég er búin að búa hérna í 8 ár og hef aldrei farið þessa leið á tveim jafnfljótum. Ekki neitt svakaleg skrýtið við það, þetta er svona eins og að rölta úr Árbænum og niður í bæ og ég held að fólk geri það ekkert reglulega.  En samt. Spáin sagði 30 stiga hiti, það er laugardagur og mig bráðvantaði að setja sjálfri mér eitthvað til að keppa að. Það eru bara um það bil 7 kílómetrar frá Rhos, þar sem ég bý, og niður í miðbæinn í Wrexham. Ég herptist öll upp við af spenningi við tilhugsunina. Hluti af mér hugsaði að þetta væri styttra en ég héldi, hluti af mér hugsaði að þetta væri lengra en ég sé fyrir mér.Tilhugsunin um að hlaupa leið sem ég hef alltaf séð fyrir mér sem keyrslu var mjög skrýtin.  Ég ákvað að setja strætókortið í vasann þannig að ég gæti farið eins langt og ég kæmist og tekið svo bara strætó til baka. Setti svo 2 pund í vasann lika af því að ég er ekki vön að hlaupa með vatn og datt í hug að ég gæti þurft að kaupa mér eitthvað að drekka þegar þessu væri lokið. Reiknaði svo smávegis í huganum, og sá fyrir mér að þetta ætti að taka 50 mínútur. Ég á að fara með Láka í sundtíma klukkan 9:45 þannig að til að komast til Wrexham og aftur til Rhos með strætó, í sturtu og svo aftur til Wrexham til að fara í sund, væri best að leggja í hann ekki mikið eftir 7:00.

Lagt af stað í glampandi sólskini
Ég spratt á fætur, hress og kát, gerði morgunverkin, smellti mér í gallann og lagði af stað. Ákvað að labba niður Gutter Hill og að Johnstown þar sem ég myndi byrja að hlaupa. Gutter Hill er snarbrött brekka og mér fannst einhvernvegin eins og það væri að svindla að hlaupa niður brekku. Strategían var svo  10 mínútna hægt upphitunarhlaup og svo þrír 10 mínútna meðalhraðir kaflar með röskri tveggja mínútna hvíldargöngu inn á milli. Ég labbaði því niður í Johnstown og byrjaði að hlaupa hjá New Inn pöbbnum. Og átti í mesta klandri með að hægja á mér. Það var svo gaman að hlaupa í nýju umhverfi, og ég var svo spennt að sjá hversu langt ég kæmist. Ég mætti nokkrum öðrum hlaupurum á leiðinni og allir brosa og segja hiya! sem mér fannst voða skemmtilegt. Ég stoppaði hjá Dee Vallley Water eftir 10 mínútur og teygði vel á. Lagði svo aftur af stað og hljóp súperhratt í 10 mínútur alla leið að Rhostyllen. Blés í eina mínútu og lagði svo aftur af stað. Næsti kafli framhjá Erddig og kirkjugarðinum var rosalega erfiður enda hrikaleg brekka upp á við á þar. Ég fór hana nú samt og var nú komin í Wrexham. Pústaði aftur í eina mínútu og lagði svo aftur í hann. Var greinilega orðin þreytt þegar þar var komið því ég var á 7 mínútna á km meðalhraða en sá samt að ég þyrfti að bæta við smá hring um Bellvue Park ef ég ætlaði að enda á strætóstoppistöðinni. Tók 800 metra hringsól þar um og svo aftur á aðalgötuna inn í miðbæinn og endaði hjá slökkviliðstöðinni. Allt í allt 40 mínútur af hlaupum og 6.02 km á hlaupum. Með labbi var þetta 7 kílómetrar. Ég get enn ekki hætt að brosa ég er svo ánægð með sjálfa mig og afrekið. Þetta var ekki neitt hrikalega langt og ég á eftir að hlaupa lengra í framtíðinni en svona sem andlegt afrek var þetta alveg frábært. Ég hefði aldrei trúað að ég gæti hlaupið þessa leið. Tilhugsunin er svo framandi.

Mmm brunch!
Við fórum svo í sundtíma og ég fékk síðan brunch í Wrexham. Hér er hitinn farinn að slaga upp í 30 stig. Ótrúlegt í október en engu að síður mjög velkomin sumarauki. Við sátum úti og borðuðum croissant og drukkum fínt kaffi og nutum sólarinnar. Í kvöld ætlum við svo að skella okkur á pöbbinn. Lúkas er að fara í sleepover og við ætlum að rölta á New Inn og hitta Tracy og Garry og fá okkur nokkra kalda. Ég er búin að setja Bulmer´s í kæli og hlakka ægilega til. Það er ekki oft sem við förum út. En hver getur setið inni í svona veðri?

9 ummæli:

Hanna sagði...

Dúlluhaus!!!

Guðrún sagði...

Vá..............Þetta er strætóleið í mínum huga.
Frábært hjá þér.

Inga Lilý sagði...

Dugleg stelpa, þú getur sko miklu meira en þú heldur! :)

Nafnlaus sagði...

aldeilis viðeigandi hjartalaga froðan í kaffibollanum á milli ykkar :). duglega þú!!! 7km!

kveðja af næslandinu, sigga dóra

Nafnlaus sagði...

Your stуle is ѕo unique comparеԁ to other folks I have read stuff from.
Many thanks fοr posting when you've got the opportunity, Guess I'll just bookmark this ѕite.


Also visit my website xanga.com

Nafnlaus sagði...

Admiring the time and effort you put into your site and detailed infοrmation you offer.

It's nice to come across a blog every once in a while that isn't the sаme unwanted rehashed information.

Εxcellent read! I've saved your site and I'm adding your RSS feedѕ to my Goοgle аcсοunt.


Feеl freе to visit my ωebpаge;
bluehost wordpress bluehost review

Nafnlaus sagði...

Нi I аm so happy I found уοuг blog page,
I гeally found yοu by erroг, while I ωas brοwѕing on Digg
for somethіng elsе, Αnyhow Ι am here nοw аnd wοuld just lіkе to say kudοs for a гemагkablе рost and a all rounԁ thгilling blog (I аlsο love the themе/design), I don't have time to read it all at the minute but I have saved it and also added in your RSS feeds, so when I have time I will be back to read more, Please do keep up the superb job.

Look at my website: http://macbookrepairmalaysia.overblog.com

Nafnlaus sagði...

Wonderful site. Lots οf useful information here.

I am sеndіng it to a few fгiends anѕ аlso
sharing іn delicious. And certainly, thank yоu for your sweat!Haѵe а lοоk at my ωеb blog ipad repair cheras

Nafnlaus sagði...

Ηeya i am foг the first time here.
I camе acгoss thіs bοагԁ аnd I find It really uѕeful & it helped me οut much.

I hope to givе ѕomething back and hеlp
othеrs likе you аided me.


Αlso vіsіt my page :: iphone Repair bangsar