fimmtudagur, 3. nóvember 2011

Ég rétt missti af strætó í gærmorgun. Ég og samferðalangur minn hlupum eins og fætur toguðu á eftir helvítinu en allt kom fyrir ekki og að lokum urðum við að gefast upp. "Ah, well," segir hún og snýr sér að mér. "At least we´ve had our excersise today!" Og ég þurfti að taka á öllu mínu til að svara ekki "No, no, I´ve already put in 6K this morning." Það er nefnilega ekki nokkur leið að segja það án þess að hljóma eins og yfirlætisfull tík. En það var samt sannleikurinn. 

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hetja!