þriðjudagur, 31. janúar 2012

Mér líður örlitið betur í dag. Hausverkurinn orðinn að daufum undirtón og öðruhvoru sem ég fann fyrir svona bylgju af ógleði. Versta líkamlega þrautin er þessi skrýtni þurrkur í munninum og óbragð af eiginlega öllu. Ég drakk átta lítra af vatni en allt kom fyrir ekki, tungan límist við góminn í eyðimerkurþurrki. Og það var  óþol í mér. Svona herpingur í maganum og enn er ég yfirkomin af sorg.

Ég passaði mig vel, fylgdi fyrirmælum þeirra sem hafa hætt á sykri og fyllti matseðilinn með fitu. Og fullt af kókosolíu sem mér finnst vera sæt. Hér hef ég sérstaklega í huga það að fita gefur mikla fyllingu þannig að maður þarf ekki jafn mikið af henni og af öðrum næringarefnum, ásamt því að gefa sálræna fyllingu. Þegar ég fæ hnetur finnst mér ég líklegri til að halda mér við efnið. Vísindin segja að líkaminn skynjar fitu vel og gefur skýr merki um að maður sé orðin saddur þegar maður borðar góða fitu. Þannig er nóg fyrir mig að fá nokkrar möndlur eða ostbita ef ég er svöng og það fyllir mig alveg.

Morgunmatur: Hrágrautur (Rúgflögur, chia fræ, kókóshnetuflögur, 3 ristaðar möndlur, kanill og vanilluhrísgrjónamjólk)
Millisnarl: Grísk jógúrt með kókósolíuristuðum fræjum og pekanhnetum
Hádegismatur: Grænt salat með hvítlauksoliu og quinoaklatta og köld spænsk ommiletta.
Hafrakaka með heslihnetusmjöri
Millisnarl: 6 brasilíuhnetur
Kvöldmatur: Spænsk ommiletta (hinn helmingurinn)
Kvöldsnarl: Harðfiskbiti

Ekki sykurarða í augnsýn. Og ég er alveg pakksökk. Og af einhverjum dýrðlegum ástæðum langar mig í fyrsta sinn á ævinni ekki í eitthvað gott. Ég er svo einbeitt og sannfærð um réttmæti afeitrunarinnar að það virðist vera að hafa þau áhrif á mig að ég þarf ekki að berjast við "cravings". Vonandi að það haldist eitthvað.

Fór út að hlaupa eftir vinnu í kvöld og hafði smá áhyggjur af því að vera orkulaus en það var þvert á móti, ég fór 7 km og skemmti mér vel. Hefði getað haldið áfram en rann út á tíma. Víbrandi af orku.

1 ummæli:

Hólmfríður Gestsdóttir sagði...

Til hamingju með þetta Svava. Er búin að fylgjast með þér lengi og er ótrúlega ánægð með þig! Gangi þér svakalega vel með þetta og ég hlakka til að fylgjast með áfram, ég held að þú sért búin að hitta naglann á höfuðið hér.

Kv Hólmfríður