þriðjudagur, 7. febrúar 2012

(Eftirfarandi færsla inniheldur það sem heitir á Engilsaxnesku TMI. Viðkvæmir vinsamlegast lítið undan núna)

Ég er niðurbrotin manneskja. Sjáiði til, ég hélt að ekki nóg með að ég væri að ná tökum á fíkninni, verða óvart í leiðinni þvengmjó og súpersnögg að hlaupa, þá væri ég líka búin að ráða niðurlögum á mínu stærsta vandamáli. Vandræðalega vandamálinu sem ég hef ekki minnst einu orði á hér eða annarstaðar. Ég hef borið þennan harm minn í hljóði (silent but deadly) þó stundum hafi hann líka brotist út með óhljóðum miklum og skruðningum. Eiginmaður minn og sonur hafa þurft að lifa við þetta lævi blandna andrúmsloft núna síðan ég hóf að feta mig á heilsubrautinni. Þannig að það voru mikið kátir menn sem horfðu á mig stoltir á fimmtudagskvöld og tilkynntu mér að ég hafði ekki prumpað síðan á sunnudag. Við hoppuðum um í kátínu og gleði litla fjölskyldan, loksins, loksins gátum við öll dregið andann léttar. Það virtist sem svo að ávextir gerjist hreinlega í görninni á mér og með þeim afleiðingum að ég syng stanslausan aftansöng innan helgi heimilsins. En án ávaxtanna er ég eins heilög og María Guðsmóðir sem lét örugglega aldrei vind um kinnar þjóta.

En það virðist sem svo að ég verði að láta í minni pokann fyrir íslenskri kjötsúpu. Rófur og hvítkál eru greinilega ekkert gamanmál.

Og ég hef endurheimt nafngiftina "mummy fartypants".

We are not amused.

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

HAHAHAHA snilld! En já rófur og hvítkál eru sko matur fyrir lúðrasveit afturendans! :)

Hrikalega ertu að standa þig vel stelpa, ég er í tómu tjóni með mataræðið og kem hingað inn og fer næstum að grenja yfir hvað þú ert dugleg og ég lööööt.

En þú ert frábær "inspiration" svo vonandi get ég farið að taka mig betur á í þessu leiðinda mataræði!