miðvikudagur, 5. september 2012

Ég finn hvergi nokkurs staðar listann minn yfir 12 á 12. Síðasta skipulagða hlaupið var 17. júní í Race for Life og svo í júlí var 5 km hlaup með Wrexham park run hópnum sem þýðir sjö af tólf. Ég hafði í hyggju að telja Mablethorpe strandhlaup sem ágúst innleggið sem þýðir að ég er enn á réttu róli með átta af tólf en ég vildi óska að ég finndi skjalið því ég man allsekki hvað ég gerði í janúar og febrúar og mars. Ég þarf að fá stelpurnar til að taka með mér æfingahlaup í Köben í september og kalla það níu af tólf og svo er Winsford að sjálfsögðu númer tíu. Nóvember er óráðinn en svo tek ég aftur þátt í Helena Tipping 10K í desember. Og ætti að vera góð. En samt. Ég þarf að finna miðann með upphafinu.

Mikið væri nú gaman að standa við þessa áskorun.

Engin ummæli: