fimmtudagur, 18. október 2012

Grunnuppskrift að kókóshnetuhveitiköku/muffins

1/4 bolli kókóshnetuhveiti (ég mæli með að sigta hveitið til að gera það létt og loftkennt)
1 tsk lyftiduft

3 - 4 egg
2 msk kókósolía (fljótandi) eða olífuolía
3 msk hlynsýróp eða fljótandi hunang
1/4 bolli eplamauk eða 1 maukaður banani

Svo fiffar maður bara til. Setur út í grunninn súkkulaðibita eða hnetur. Nú, eða kakó og eykur þá aðeins olíuna. Eða kókós. Eða kannski smá sítrónusafa og úr verður lemon drizzle cake. Og svo má skreyta með því að setja hnetur ofan á, eða streusel, eða kókós eða kirsuber. 180 gráður í 25 mínútur í annaðhvort lítið kökuform eða 6 muffinsform.

Ekki málið.

5 ummæli:

Guðrún sagði...

Kókóshnetuhveiti....??? Er það örugglega hollara en þetta venjulega? Nei, ég bara spyr eins og fávís. Svo er það spurning hvort ég það séeinhvers staðar til í námunda við mig.

Guðrún sagði...

Vá..ég get ekki strokað þetta komment mitt út eins og mig langar til þess. Ég skil ekki meinlokurnar þarna. Svo ég reyni aftur: Nei, ég bara spyr eins og fávís kona.Svo er spurning hvort kókóshnetuhveiti sé til einhvers staðar í námunda við mig.

murta sagði...

Hmmm... hollara, já að því leitinu til að það er allt öðruvísi byggt upp næringarfræðilega séð en hveiti. Það er ekki kornmeti. Þannig að ef maður er að reyna að forðast kornmeti þá er auðvitað betra að nota kókóshnetuhveiti.
Svo þarf maður að nota svo miklu minna og getur sparað kalóríur. En auðvitað er það með þetta eins og allt annað, ef maður er raðandi þessu í sig í lange baner þá náttúrulega er þetta ekkert hollara en neitt annað. Svona er þetta mamma mín, það er ekkert ókeypis.


Nafnlaus sagði...

Kókoshveiti er mun hollara. Það er ekki glúten í því sem er mjög óhollt. Svo er kókoshnetan með mjög holla fitu, (svokallaðar miðlungslangar þríglýseríðkeðjur). Og já það fæst í heilsubúðum og -hillum í Krónunni, Hagkaupum o.fl. stöðum.

kv Hólmfríður
ps takk fyrir uppskriftina, nkl. það sem mig vantaði.

Nafnlaus sagði...

Vááá hvað þau voru góð :) takk takk

Kv. Sigrún