miðvikudagur, 10. október 2012

Í dag nýt ég andartaksins - 5 mínútur of lengi að knúsa Lúkas í morgun, við hlógum þegar við þurftum svo að hlaupa í skólann. Smávegis rannsóknarvinna við masterinn - létti á stressi við það. Ahh svo gott. Og svo það besta af öllu; velvalið hráefni, tónlist í útvarpinu og ég að hafa gaman í eldhúsinu. Útkoman, hveiti-og sykurlaus marmarakaka. Og núna. Espresso og kökusneið. Þvílíkt andartak í lífinu.


6 ummæli:

murta sagði...

Er marmarinn á sneiðinni sem liggur ekki smávegis eins og Ísland?

Harpa sagði...

Hann er bara nákvæmlega eins og Ísland, vantar bara framloppuna ;-).

Var annars að renna yfir nokkra pistla hérna hjá þér vinan.
Ég segi bara go girl, þú ert fyrirmynd margra og nú er bara að gera eins og þú sagðir sjálf. Lifa í núinu og taka einn dag í einu!

Luv
H

murta sagði...

Við erum með þetta á hreinu gamla mín :) xx

Nafnlaus sagði...

Það væri frábært að fá uppskriftina. Var að lesa Wheat belly og skulum segja að lystin á hveiti hafi minnkað snarlega eftir það eins og við var svo sem að búast. Svo ég yrði kát að fá þessa uppskrift :) Flott hjá þér að njóta litlu andartakanna, maður gerir alltaf of lítið af því.

Kveðja
Hólmfríður

Nafnlaus sagði...

Ég er að hugsa um það nákvæmlega núna að mér hefur aldrei dottið til hugar að það væri í heiminum önnur persóna sem veltir sér uppúr sjálfri sér eins og ég EN viti menn, þegar ég les vangaveltur þínar, hugsanir og þrár þá finnst mér eins og ég sjálf hafi skrifað stóran hluta af því....ótrúlegt hvað maður getur verið sjálfum sér erfiður eða eins og oft er sagt að þá er maður oftar en ekki sjálfum sér verstur :o(

En yfir í allt annað....hverju skelltirðu í kökuna? ;o) hún er mjög girnó.

Kv. Margrét.

murta sagði...

Ég skal taka saman þessa uppskrift og nokkrar fleiri í vikunni og setja upp almennilega fyrir þig.