mánudagur, 28. janúar 2013

Og ég stóð við það sem ég sagði; ég eyddi deginum í eldjúsinu við að prófa hitt og þetta. Eldaði ljómandi góðar svínakótilettur með hollri lauksósu í hádegismat. En aðalstússið var við hafragulrótaköku, kasjúhneturjóma, fíkjupróteinkúlur og kasjútahinidressingu.

Espresso, gulrótarkaka með kasjúrjóma og ein fíkjukúla. 
Gulrótarkakan er að uppistöðu sú hin sama og ég hef alltaf gert, en með nokkrum breytingum. Og breytingarnar þess virði, ég get náttúrulega ekki alveg svarið fyrir það vegna eftirleguhordropa en ég er samt nokk viss um að hér sé gullkorn á ferð.

200 g grófir hafrar (alvöru jumbo steelcut mean business hafrar)
50 g fínir hafrar (bara eins og duft nánast)
50 g gróft hveiti
50 g kókós
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
smá salt
tvær lúkur af rúsínum
1 mtsk kanill
blandað saman til að fá hveitilag á rúsínurnar.
2 mtsk kókósolía í hörðu formi er svo mulin út í hafrablönduna. Með fingrum þannig að olían blandist í hafrana vel og vandlega. Maður brýtur hana niður inn í hafrana (og sleikir svo puttana).
1 egg
300 ml möndlumjólk (eða hvaða mjólk sem er)
1 stór gulrót röspuð
4 mtks hlynsýróp
1 1/2 tsk góðir vanilludropar
Allt hrært saman og svo blandað við hafrana og sett í sílíkónmót og inn í 180 gráðu heitan ofn í svona 45 mínútur. Eða svo. Sú allra besta hingað til. Og hefur örugglega eitthvað að gera með að mylja olíuna út í hafrana. Eða kannski hafði það eitthvað að gera með að ég setti slettu af kasjúhneturjóma á hana. Ég hef náttúrulega séð þetta í svona vegan uppskriftarsíðum en aldrei haft ástæðu til að gera vegna þess að ég borða bara venjulegan rjóma með bestu lyst og góðri samvisku. En af því að ég hafði í hyggju að prófa að nota kasjúhnetur í salatdressingu ákvað ég að leggja aðeins fleiri en ég þurfti í bleyti  og prófa að gera rjóma líka. Og mamma mía! Ég bjó til svona delúx útgáfu, bætti út í útvatnaðar hneturnar möndlumjólk, vanilludropum og  dropa af hlynsýrópi og þetta var svo gott. Svona life affirming gott.

Ekki var dressingin af verri endanum heldur; maukaði saman útvötnuðum hnetum, tahini, hvítlauk, edik, hunangi og vatni þartil ég var komin með kremaða dressingu alveg fullkomna á salatið í hádeginu, hvort heldur sem er með kjúklingi, túnfiski, eggi eða rækjum. Súper eðal.

Fíkjupróteinkúlurnar er svo eiginlega of góðar; blanda af þurrkuðum fíkjum, möndlum, kókóshnetusmjöri (OMG!), kakó, kókósflögum, höfrum og súkkulaðipróteindufti. Ég myndi ekki einus sinni byrja að leggja í að  leggja saman kalóríurnar í einni kúlu, tek því bara sem gefnu að ég borði bara eina í einu, og að hollustan í þeim vegi upp á móti hitaeingunum. Uppskrift er ófáanleg, ég henti bara drasli í skál þar til ég gat rúllað í kúlur og velt upp úr kakó og kókós. Deeeeelish!

Er eitthvað skemmtilegra en dagur í eldjúsinu, ég bara spyr?

Engin ummæli: