þriðjudagur, 12. mars 2013

Við pöntuðum okkur forrétt þegar við fórum út að borða á sunnudaginn. Með forréttinum (kjúklingastrimlar) komu þrír sellerístilkar. Og ég bara get allsekki útskýrt það en stilkarnir voru svo lokkandi og djúsí útlits að áður en ég vissi af var ég búin að grípa einn og taka stóran bita. Ég hata sellerí. Sellerí er grænmeti djöfulsins og hann notar það til að skafa úr eyrunum eftir því sem ég best vissi. En þarna var ég, kjamsandi á stilknum eins og enginn væri morgundagurinn. Og það var gott. Meira en gott.  Ég hef ekki komist í búð síðan en hef um lítið annað hugsað en sellerí. Og um leið og ég kemst í búð ætla ég að ná mér í búnt. Ég er búin að setja upp fyrir sjálfa mig allskonar mismunandi ídýfur; jógúrt og hvítlauks, sólþurrkaðir tómatar og möndlusósu, chili, bbq... möguleikarnir eru endalausir. Mest hlakka ég til að dýfa selleríinu í hnetusmjör. Ég bara finn það á mér að það er epísk blanda áferðar, bragðs og lyktar.

Rosalega er ég þroskuð.

Á meðan að ég bíð eftir selleríinu þarf ég að láta heimatilbúið bounty duga. Ástand er þetta.


Engin ummæli: