föstudagur, 3. maí 2013

Ég er mikið búin að vera að velta fyrir mér hvort bragðlaukarnir í mér hafi breyst með hollari lífsháttum eða hvort það að eldast einfaldlega breyti því sem mér finnst gott. Aðallega er ég búin að vera að spá í þetta síðan að Ólína sagði mér að hún hafði prófað að baka kjúklingabaunasmákökurnarir sem ég setti hér inn fyrir nokkru og að hún hafi aldrei smakkað neitt jafn hræðilegt á lífsleiðinni. Mér datt fyrst í hug að þær væru barra fyrir áunna bragðlaukur, eitthvað sem maður venst bara þegar maður borðar bara hollt. Svo hugsaði ég með mér að kannski var ég bara svona helsvelt af sætindum að jafnvel eitthvað jafn vitlaust og kjúklingabaunasmákökur yrðu bragðgóðar. Svo varð ég að taka það til skoðunar að kannski hefði Ólína rétt fyrir sér og að kökurnar væru bara hrikalegar til átu. Og ég varð að prófa.

Skolaði af og hreinsaði kjúklingabaunir. Setti í skál og bætti svo við fullt af hnetusmjöri. Og svo líka dálítið vel af kókóssmjöri. Svo sullaði ég saman við þetta hlynssýrópi. Og svo aðeins meira af því. Vanilludropar, salt, lyftiduft og matarsódi. Aðeins meira af kókóssmjöri. Svo datt mér í hug að gera þetta að súkkulaðibrownies frekar en smákökur og setti fullt af Hershey´s kakó út í. Maukaði og maukaði. Svo sá ég það í hendi mér að það væri við hæfi að setja fullt af súkkulaðibitum út í. Bætti svo við meira af hnetusmjöri og súkkulaðibiðum. Setti svo í form og bakaði og skar svo í búta eins og um brownie´s væri að ræði. Borðaði svo með rjóma.

Mér fannst þetta ægilega gott. Ég er greinilega með svona háþróaða heilsubragðlauka.

En verð líklegast líka að viðurkenna að viðbæturnar eru heilmargar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha....ekki kannski það hræðilegasta sem ég hef smakkað en samt vondar! Smekkur á mat er líka mjög mismunandi. Síðan má líka taka til greina að ég hef aldrei verið mjög góð í bakstri :-)
Love, Lína