mánudagur, 10. júní 2013

Við Bretar erum alveg eins og við Íslendingar að því leyti til að þegar sólin skín rífum við okkur úr og rjúkum út til að nýta sólargeislana á meðan þeirra nýtur. Maður veit nefnilega aldrei hvenær dýrðinni lýkur. Nú er búið að vera sumar hjá okkur í heila viku, og hámarkinu náð um helgina. Brakandi hiti og glampandi sól. Við litla einingin mín eyddm helginni úti í garði, reyndum að lokka til okkar broddgelti, spiluðum frisbí, lásum og borðuðum allar máltíðir dagsins úti.

Bónus við svona hita er að maður nennir lítið að borða og ég meira að segja afþakkaði súkkulaði. Helgin fór því eins vel og hægt var að hægt að óska sér hvað hitaeiningafjöld varðaði og ég léttari á mánudagsmorgni en á laugardagsmorgni. Eitthvað sem hefur bara aldrei nokkurn tíman gerst áður.

Það var ljómandi þægilegt að þurfa ekkert að spá og spekúlera, og ekkert að þurfa að hnykla sjálfstjórnarvöðvann, bara borða eins og "eðlilegt" er. Mikið hlakka ég til þegar þetta verður normið hjá mér.

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Jii hvað það er gaman að sjá þig blogga svona oft á ný! :)
Hef saknað þess að lesa bloggið þitt.

Þú ert alltaf jafngóð fyrirmynd og mér finnst ótrúlega gaman að lesa pælingarnar þínar. Haltu endilega áfram að blogga nokkuð reglulega :)

Bestu kveðjur frá Rainy Season í Tokyo
Inga