miðvikudagur, 26. febrúar 2014

Ég sá grein á Guardian um daginn þar sem sagt var frá þeirri töfralausn að spila Tetris í þrjár mínútur þegar maður er að berjast við einhverskonar fíkn. Súkkulaði eða sígarettur, skipti ekki máli, það er víst eitthvað við litina og það að raða kubbunum upp sem slær á löngunina nógu lengi til að stoppa sig af. Það er óþarfi að taka fram að ég er búin að setja Tetris inn í shortcut á bæði tölvu og síma.

Ekki það að það virki. Mínar hættustundir eru þegar ég er að stressast í vinnunni, eða þegar ég er að elda kvöldmatinn. Í vinnunni er ekki hægt að skipta úr excel yfir í Tetris svo auðveldlega og þegar ég er að elda er ég vanalega búin að smakka og stinga upp í mig án þess að taka eftir því. Samt. Ef ég verð viðþolslaus að kveldi til er Tetris tilbúið.



Engin ummæli: