sunnudagur, 22. febrúar 2015

Hjólað kringum Mersey ána


Ég hef alltaf verið mikið ein þegar kemur að þessu stússi mínu í að ná heilsusamlegri lífstíl og dýrka við musteri heilsunnar. Ég fer ein út að hlaupa, ég fer ein í ræktina, ég fer ein út að hjóla, ég er ein í jóga í stofunni heima. Og satt best að segja þá er ég orðin voðalega leið á þessu. Og einmana. Það vita það allir sem eitthvað vita um heilsuna að ekkert hvetur mann meira áfram en félagsskapur. Ég ákvað þessvegna að hér myndi linna og hreinlega fór út að leita mér að félögum. Og lukkan yfir mér alltaf hreint, ég komst í tæri við samtök hjólreiðafólks og var boðin velkomin í faðm þeirra. Samtökin samanstanda af mörgum litlum hópum sem hittast á mismunandi tímum og fara mismunandi langt og hratt. Maður velur svo bara nokkra hópa sem best henta tíma og líkamlegu ásigkomulagi. Ég ákvað að byrja rólega og hitti í gærmorgun hóp 20 kvenna sem hittast einn laugardag í mánuði, hjóla 20-25 km og enda svo á kaffihúsi í kaffi og kökusneið. Þar hitti ég svo konur úr öðrum hópum sem buðu mér með í fleiri svona hittinga. Annan kvennahóp sem hjólar lengra og hraðar, en fær sér líka kökur, og svo þann þriðja sem hefur aðaltilganginn að hjóla hratt og lengi. Ég er þar með vonandi komin í aðstöðu þar sem ég get farið að stunda hjólreiðar af einhverri alvöru. En þó með gamanið að leiðarljósi líka. 

Með Mersey í bakgrunni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta verður stórskemmtilegt. Það er svo gaman að hjóla og félagsskapur er algert lykilatriði.
Gangi þér vel
Hrafnhildur