þriðjudagur, 29. september 2015

Af Pinterest


Ég eyði miklum tíma á Pinterest, og að mestu leyti er það hið besta mál og hin besta skemmtun. Þar er hægt að finna uppskriftir að öllum andskotanum, allskonar húsráð og hugmyndir. En hitt er svo að Pinterest gerir mig svo öfundsjúka út í allt og alla. Það er allt svo miklu fínna hjá öllum öðrum, maturinn fallegri og hollari og fataskápurinn svo miklu meira töff. Það er því ágætis skemmtun að skoða Pinterest vs. nailed it myndir til að minna sig á að fæst stenst manns eigin væntingar. 

Og þá ekki síst maður sjálfur. Ég geri stanslausar Pinterest kröfur til sjálfrar mín. Sér í lagi þegar kemur að hollustunni. Mér þætti afskaplega gaman hefði ég getað pinnað "50 kíló farin" söguna mína og snúið mér svo að einhverju öðru. En það er nú víst ekki svo og ég held áfram að klóra mér í hausnum yfir þessu öllu saman. Og minna sjálfa mig á að samanburður er dauði gleðinnar. Fyrir utan að mitt "nailed it!" Gæti verið einhvers annars pin.

Engin ummæli: