miðvikudagur, 7. október 2015

Af linsubaunum

 Cottage pie er einn af þessum klassísku bresku réttum sem ég hef lært að meta á þessum árum sem ég hef búið herna. Cottage pie er einfaldur réttur, nauthakk steikt með gulrótum, bragðbætt með Worcestershiresauce og svo bakað með lagi af kartöflumús. Hjartanlegt og djúsí. Og nokkuð hitaeiningaríkt. Það er langt síðan að ég byrjaði að spara mér kartöfluhitaeiningrnar með að setja lag af blómkálsmús í staðinn, en þegar ég svo fattaði að skipta út helmingnum af hakkinu fyrir rauðar linsubaunir varð ég eiginlega að gefa sjálfri mér high five. Ekki bara hitaeiningar heldur peningur sem sparast líka, double whammy! Ég nenni ekki að setja inn alvöru uppskrift, enda hendi eg bara einhverju í pönnuna hverju sinni. Laukur, gulrætur, nautahakk, rauðar linsubaunir, tómatpúré, skvetta af Worcestersósu, súputeningur og smá vatn steikt á pönnu. Salt og pipar. Blómkálsmús með smá parmesan osti smurt yfir og svo bakað í ofni í hálftíma eða svo. Og borið fram með grænum baunum. Saðsamt, djúsí og dugar í tvo daga. Namm.



Engin ummæli: