sunnudagur, 13. desember 2015

Vikan var ekki vel fallin til fitutaps, en mér tókst nú samt að hrista af mér 300 grömm og held mér þar með enn undir 100. Dave borgaði £100 verðlaunaféð glaður og ég var mikið snögg að kaupa mér skó og bóka mig í fína klippingu. 
Mér hafði gengið illa að plana vikuna, hún var aðeins úr skorðum vegna vinnunnar hans Dave í ofanálag við að ég þurfti að skila af mér stóru verkefni og mæta á fundi í Brighton á föstudaginn. Það gaf reyndar ástæðu til að stoppa við í London til að fara út að borða með Ástu sem er af hinu góða. Ég var því himinlifandi í gær þegar ég sá að ég gæti verið stressuð, ferðast og farið út að borða án þess að þyngjast. Plan for life kannski? 
Ég strögglaði reyndar aðeins í gærkveldi. Bakaði pizzu, eitthvað sem ég hef ekki gert í að verða tvö ár. Og það kemur í ljós að pizza er einhverskonar krakkkókaín fyrir mig, ég taldi út 750 hitaeiningar sem var alveg nóg til að verða vel södd. En það fullnægði á engan hátt bestíunni minni. Ég hreinlega tók andköf af innra óþoli eftir "einhverju djúsí". Skrýtið að pizza geri þetta. Ég reyndar er ekki nógu spennt fyrir þessari hugmynd að sé pizzan sjálf sem komi af stað einhverju svona brjálæði. Ég er búin að margsanna fyrir sjálfri mér siðustu mánuði að ég er fullfær um að fá mér smá og hætta svo. Og nú þegar ég er búin að uppgötva að ég er ekki svona spes að bara ég ein í heiminum er ekki fær um að borða mat í hóflegu magni hef ég engan áhuga á að hætta því. Nei, pizza er ekki eiturlyf. Ekkert svona fórnarlambs rugl. Pizza er einfaldlega matur sem hingað til ég tengi við ofát og djúsí stemningu og þessháttar. Tilfinningatenglsin eru enn ég sem fitubolla og pizza sem óvinur. Það þarf bara að laga það samband í heilanum á mér. Ekki setja pizzu í flokk með djöflinum.
Þegar ég var búin að upphugsa þetta slakaði ég á. Og ekkert binge. Það þarf bara að setja hlutina í samhengi.

Engin ummæli: