fimmtudagur, 20. apríl 2017

Dagbók i 30 daga - 3

Hver er mín stærsta hindrun? Og get ég unnið eitthvað með það?

Innri mónólógurinn minn er mín stærsta hindrun. Engin spurning. Hvernig raunveruleikinn stenst ekki samanburð við söguna sem ég bý til í huganum. Þar á eftir er það svo innri mónólogurinn sem segir setningar eins og "þú er ógeðsleg". Hver segir svoleiðis eiginlega? Aldrei myndi ég vera vinur einhvers sem kallaði mig ógeðslega. En ég má segja það við sjálfa mig!? Verstu dagarnir eru svo þegar ég trúi sjálfri mér og finnst ég vera ógeðsleg. Ekki fallegt, en satt.

Engin ummæli: