miðvikudagur, 2. apríl 2003

Ég er ófrísk. Komin 9 vikur á leið og er svona ofboðslega ánægð með það. Mig grunaði aldrei að það væri eitthvað sem ég vildi,ég tala nú ekki um þegar ég hugsa til þess hversu stutt samband pabbans og mín hefur staðið stutt yfir. Ég er þó fullviss þess að ég elski hann og við erum bæði orðin fullorðin og tilbúin í þetta. Ég myndaði strax tengsl við barnið sem ég ber. Mér finnst endilega eins og þetta sé stelpa og kalla hana núna Karlottu. Ég er búin að fara í eina skoðun og þetta lítur enn allt vel út. Ég hef aldrei verið jafn hruast og núna, það eina sem hrjáir mig er kvöldsvæfa. Ég syndi á morgnana, fer út að ganga og reyni að borða hollan og góðan mat. Allt fyrir barnið mitt. Ég hlakka til að fara í næstu skoðun núna á miðvikudaginn. Þá verð ég vigtuð og mæld og fæ svona nánari fyrirmæli. Allt í öllu er þetta yndisleg og ég lifi nýju lífi í bókstaflegri merkingu.

Engin ummæli: