fimmtudagur, 3. apríl 2003

Í morgun fór ég í langan göngutúr með útlendingana. Ég er ekkert búin að fara í sund núna í þessari viku en er einmitt mjög mikið að ganga með þeim. Ég var orðin vel þreytt eftir tvo tíma, enda með rokið í fangið allan tímann og sól í augun svo maður var píreygur og það er dálítið erfitt. Ég veit ekki hvort að það er bara stress í mér en á leiðinni heim, fann ég örlitla stingi í kviðnum svona einsog Karlotta væri að segja mér að slaka að eins á. Ég verð náttúrlega mjög þreytt í hnjánum líka. Ég verð greinilega að koma mér í betra form. Ég er svo hrædd um að vera ekki hraust á meðan á meðgöngunni stendur. Og það er mér afskaplega mikilvægt. Að vera glansandi hraust með bumbuna út í loftið.

Ég get ekki beðið eftir að næsta vika líði. Losna við útlendingana og komast svo til Dave. Ég er ekkert búin að hitta hann síðan við bjuggum Karlottu til. Hann er ofboðslega ánægður með þetta en ég verð að fá að sjá andlitið á honum þegar við ræðum þetta allt saman. Við þurfum náttúrulega að arransera ýmsu.

Ég sendi aðra beiðni um réttláta málsmeðferð til Tryggingastofnunar í gær. Ég gleymdi að taka fram að ég er náttúruleg í námi núna ásamt því að vera að vinna. Mér sýnist samt að þeir geti neita að greiða mér réttláta upphæð vegna þess að ég útskrifast! Kerfið er svo óréttlátt að það er varla hægt að tala um þetta ógrátandi.

Engin ummæli: