fimmtudagur, 15. janúar 2004

Það er búið að vera hálfleiðinlegt hjá mér í dag. Rigningin stytti göngutúrinn all verulega og ég einvernvegin festi ekki hugann við neitt af því sem ég tók mér fyrir hendur. Leiðinlegir svoleiðis dagar þegar maður vill ekki skemmta sér sjálfur heldur fá aðra til að gera það fyrir mann. Sem betur fer er Dave í fríhelgi núna þannig að ég hef hann heima næstu þrjá daga. Við ætlum í bæinn á morgun að ná í hringinnn minn sem er loksins tilbúinn. ég er spennt að sjá hvernig mér gengur að vera með hann, ég hef aldrei þolað skartgripi, finnst eitthvað smart í nokkra daga en verð svo bara pirruð og tek það af mér. Og týni. Verður það eitthvað öðruvísi svona af því að þetta er trúlofunarhringur? Ég er búin að segja Dave að ég sé ekki mikið fyrir svona glingur og hann vissi það svo sem. Lenti í svaka vandræðum með að velja rétta hringinn því hann hafði ekkert til að miða við. Hann yrði nú samt voða sár ef ég týndi hringnum. Það að vera búin að festa okkur er honum afskaplega mikilvægt. Hann er með mjög hefðbundnar hugmyndir um hvernig þetta á allt að vera. Sem er mjög fyndið þegar horft er til þess hvernig við gerðum þetta. Allt á öfugum enda.

Engin ummæli: