fimmtudagur, 1. janúar 2004

Ég var að horfa á World Idol keppnina í sjónvarpinu, keppendur úr Idol keppnum héðan og þaðan úr heiminum að etja kappi í söng og hinum svo kallaða "x-factor" sem á að vera efnið sem býr til stjörnur. Ég gat ekki annað gert en haldið með Nojaranum Kurt Nilsen, ekki bara vegna frændleika heldur vegna þess að þrátt fyrir að líta út eins og hobbiti þá var hann bara langbesti söngvarinn. Ég hef bara held ég ekki heyrt aðra eins rödd. Hann fór langt fram yfir breska keppandann Will Young sem er mjög vinsæll hér i Bretlandi og bandarísku stúlkunni Kelly Clarkson, sem mér skilst að sé fræg. Enginn dómaranna sá þetta fyrir og sannar enn og aftur að það getur enginn sett upp formúlu og sagt "þetta verður vinsælt" það er alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Hvað um það, ég hlakka til að sjá hvað Kurt Nilsen gerir næst, getur hann gert eitthvað úr þessu, rafvirki frá Bergen?

Engin ummæli: