þriðjudagur, 10. ágúst 2004

Það er ekki nógu fínt hjá mér þetta nýja lúkk...hvað um það.

Við erum búin að kaupa hús. Ekki þetta sem við buðum í um daginn, sá eigandi ákvað skyndilega að hætta við þannig að við skoðuðum okkur betur um og fundum annað ódýrara og sem betur fer því nú þegar við erum búin að reikna allt saman og finna út hvernig þetta verður allt saman þá er ekki mikill peningur eftir um hver mánaðarmót. Nóg til að skrimta og feikinóg á íslenskan basl mælikvarða en Dave minn er vanur að vera rúmri um í pyngjunni en þetta. En húsið er æðislegt og við erum sammála að þetta sé þess virði, að basla í eitt, tvö ár fyrir það að eiga sitt eigið. Húsið er svona "english cottage" með viðarbitum í lofti, viðargólfi og þverhníptum stiga. Opinn arineldur og opinn steinveggur sem er verndaður. Það heitir Plas Cerrig, sem á þýðir Steinhús og er yfirfullt af karakter. Vonandi að þetta gangi bara hratt og vel fyrir sig. Inn fyrir eins árs afmæli Láka litla. Sem er by the way bæði illa upp alinn og óþekkur, uppeldið farið úr skorðum nú þegar og veit ekki á gott.

Þær borða stanslaust kex í vinnunni. Ég hef aldrei hitt fyrir þjóð með aðra eins ást á kexi og þessa. Og kex sem ég myndi ekki kalla kex heldur nammi. Vissuð þið t.d að bretar flokka Kit-kat sem kaffikex frekar en súkkulaðistykki? Stanslaust er hellt upp á "a nice cup of tea" og maulað á teacakes sem eru súkkulaðihúðaðar marengslummur. Þetta er að verða einum of, meira að segja fyrir mig og er núna búin að skera upp herör gegn þessu. Ég skal ekki taka þátt í átinu. Ég bara má ekki við þessu. Besides, nú þegar ég er búin að kaupa hús þá er ég svo fátæk að ég á ekki fyrir öllu þessu kexi. Kannski að maður grennist bara á baslinu? Það er aldrei að vita!

Engin ummæli: