
Lúkas Þorlákur er núna í prógrammi. Hann þarf sum sé að hætta að nota bleyju og byrja að pissa í kopp. Honum gengur ágætlega, annað hvert pisss fer í koppinn, hitt í sófann, á gólfið, í stólinn... Mér fannst ekki kominn tími á þetta, var ekki viss um að hann væri tilbúinn, en fékk þær fréttir frá leikskólanum að hann væri orðinn tilbúin til að fara upp í stóru deild, þar sem hann getur sjálfsagt lært meira, en mætti það ekki þar eð hann er ekki þurr. Ég þarf því að þröngva barninu ú bleyjunni ef hann á að fá að halda áfram þroskaferlinu í skólanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli