miðvikudagur, 10. janúar 2007

Við vorum of bissí í vinnunni í gær til að fá klukkutíma hádegismat eins og á að gerast, en ég fékk að skreppa aðeins út í búð (Iceland heitir hún, believe it or not, og selur mest frosinn mat) til að kaupa eitthvað í kvöldmatinn. Ég var með einn eða tvö pakka í fanginu þegar ungur maður rekst í mig og maturinn dettur á gólfið. Hann biðst afsökunar, ég brosi og segji þetta ekkert vera, fer svo að kassanum og borga og út. Ég er rétt að verða komin að búðinni minni þegar ungi maðurinn kemur hlaupandi á eftir mér og spyr mig hvort hann geti ekki keypt handa mér drykk. Ég hélt að hann væri að biðjast afsökunar á að hafi rekist á mig og sagði honum að hafa ekki áhyggjur af svona smámunum. "No, really," segir hann, "can we go for a cup of coffee or summit?" Jeremías minn hann var bara að reyna við mig! Á þriðjudegi klukkan hálffimm, fyrir utan Iceland matvöruverslun! Ég sagðist þurfa að fara aftur í vinnu og þakkaði fyrir. Ég verð nú bara að segja að ég er hæstánægð með þetta, langt síðan reynt hefur verið við mig og hvað þá í búðinni. Ég kom svo heim og sagði eiginmanni mínum frá ævintýrum mínum og það eina sem hann hafði áhyggjur af var að grey maðurinn væri núna upset út af því að hann hafi fengið neitun. Crash and burn. Ekkert afbrýðisamur eða neitt. Uss og svei.

Engin ummæli: