miðvikudagur, 17. janúar 2007

Tengdafaðir minn var lagður inn á spítala í gær með bráða blóðeitrun og var ekki hugað líf. Hann er núna reyndar allur að koma til og þetta lítur allt betur út en gerði í fyrstu. Ég fékk að vera heima í dag svo Dave gæti verið á spítalanum með mömmu sinni. Þannig að við Láki erum að stússast hér heima. Skrýtið, Jimmy er búinn að vera svo veikur svo lengi að maður gat stundum ekki annað en hugsað að kannski væri bara best fyrir hann að fá að fara en svo þegar það virðist vera raunveruleikinn þá er maður ekki tilbúinn í það. Við vonum bara hið besta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ krútt !
Ég sendi góða strauma frá Íslandi og vona að allt gangi vel hjá ykkur. Jimmy er harður af sér og vona ég að hann fái bata grey karlinn. Knúsaðu Dave og fjölskyldu frá mér. Góðir vættir vaki yfir ykkur kæra fjölskylda.