mánudagur, 15. janúar 2007



Við erum hætt við að láta Láka pissa í kopp. Hann er bara allsekki tilbúinn. Hann er ekki kominn með tilfinningu fyrir því þegar honum er mál og ég get ekki þröngvað honum til að gera eitthvað sem hann skilur ekki hvað er. Annars þá er þetta orðin ágætis þjóðfélagsstúdía fyrir mig. Ástæðan fyrir því að hann má ekki vera með bleyju þegar hann er kominn á stórudeild er sú að það eru ekki nógu margar fóstrur til að sjá um öll þessi börn og skipta á þeim líka. Það er vegna þess að hér eru flestar mæður heimavinnandi allavega fyrstu 6, 7 ár barnanna. Það er vegna þess að það borgar sig ekki að vinna, maður fær meiri pening í skattaafslátt og bætur en fyrir að vinna venjulega vinnu og þurfa að borga himinhá leikskóla gjöld. Ég sendi Lúkas tvo daga í viku og borga kr. 17.000 fyrir það. Alla vega þannig að hér eru mömmur heima með börnin sín og hafa tíma til að stússast í þessu í marga mánuði, þvo pissublautar buxur og moppa upp gólfið. Meðan á Íslandi vinna allir og þurfa bara að bíða eftir að börnin séu tilbúin sjálf og sem minnst vesen fylgir. Ég þarf að gera þetta eins og Íslendingur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja heldurðu að það sé munur fyrir húsmæður að geta verið í piss-upp-moppun alla daga :).
Vonum að Lúkas fatti þetta bara sem fyrst sjálfur og ákveði að það sé kúl að vera ekki með bleyjuna :)... Verða börn ekki annars að fá að finna þetta hjá upp hjá sjálfu sér? Svakalega krúttlegt barn sem þið eigið elsku frænka :) Krúttleg fjölskylda :)