sunnudagur, 4. mars 2007

Þar eð Harpa er komin á "Svankí" nýjan fyrirtækjabíl þótti henni ekki nema rétt að bjóða mér og Láka á rúntinn. Þau komu því hingað litla Manchesterfjölskyldan fyrir hádegi í dag að ná í okkur því við höfðum hugsað okkur að fara í Chester Zoo. En veðrið á Bretlandseyjum hafði annað í huga og hér pissrigndi í allan dag. Við gerðum því frekar það sem mér finnst skemmtilegast að gera; keyrðum til Chester, röltum örlítið um og fengum okkur svo næs löns á skemmtilegum litlum veitingastað. Alveg best í heimi, takk krakkar fyrir samveruna. Þau keyrðu okkur svo aftur heim og héldu svo til Manchester.

Við Lúkas ákváðum að elda fínan íslenskan fisk handa Dave svona af því að hann þurfti að vinna og missti af fjörinu. Erum núna að bíða eftir að hann komi úr ofninum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

He he, náðum þér líka greinilega úr bloggfýlunni! En meiriháttar dagur, takk kærlega fyrir samveruna! Þegar KS vaknaði í bílnum spurði hún strax um "Sava", nafnið Lúkas vefst aðeins fyrir henni ;-).