mánudagur, 12. mars 2007

Nú gerast mikil tíðindi. Lúkas fór harmmælalaust í klippingu í dag og situr nú við eldhúsborðið og borðar stappaðan fisk með kartöflum og smjöri. Ég er svo skjálfhent af æsingi og gleði að ég má vart mæla hvað þá slá á lyklaborð. Já, hann er lengi búinn að berjast á móti því að láta klippa sig, ég er búin að reyna hvað eftir annað, en hann vill bara ekki. Kannski ekki svo slæmt, hann er bara eins og Kolbeinn frændi sinn. En í dag ákvað hann að hárið væri fyrir sér og við fórum í bæinn og all fauk það af og hann var bara ánægður. Ég þurfti reynar að kaup handa honum lest í verðlaun fyrir að vera svona góður, hann ratar í leikfangabúðina og það er ekkert hægt að plata hann með það neitt. Verra er með mataræðið. Hann hefur núna í tæp tvö ár verið alveg svaðalega matvandur og nánast ekkert sem hann borðar. Við erum búin að reyna all, blíðmælgi, loforð og hótanir en ekkert virkar. Við reyndum einu sinni að láta hann bara fá það sem var eldað og hann borðaði ekkert í viku. Ég gafst upp og hef hingað til leyft honum svona nokkurn vegin að ráða þessu. Hann borðar eitt vítabix í morgunmat og drekkur mjólk. Hann fær sér svo ristað brauð og jógurt í hádeginu. Í kvöldmat borðar hann svo til skiptis "sausage" og kjúklinganagga. Glæsilegt. Grænmeti, ávextir, kartöflur og fiskur alveg út. Hann er reyndar jafn kresinn á nammi líka, borðar ekki hvað sem er en gæti sjálfsagt borðað snakk út í eitt ef honum væri leyft og harðfiskur er mikið sælgæti en er allt of sjaldan á boðstólum. Allavega, ég spurði í kvöld hvort hann vildi, sausage eða kjúkling og hann sagði not again! Givi minn góur ef hann er kominn með leið á þessu en vill ekkert í staðinn hvað þá? ég ákvað að prófa enn einu sinni, sauð fiskstykki og kartöflu og stappaði með smjöri og sagði að þetta væri nammi. Og hann bara sat og borðaði. Ég fæ bara tár í augum. Small miracles og allt það.

1 ummæli:

Hulda frænka sagði...

Jimundur minn eini...frábært að Lúkas skuli vera farinn að borða MAT. Þú skilar til hans að Hulda frænka biðji að heilsa og sé stolt af honum fyrir það að borða venjulegan mat...og hana nú :)...já og þetta með hárið er nú búið að vera að stríða við á fleiri heimilum...Kristinn Daði minn er semsagt líka orðinn stutthærður...blessað barnið :)...hann streittist á móti í nokkur ár!!! Hlakka til að sjá mynd af Lúkasi ný klipptum ;)