sunnudagur, 28. október 2007



Hann Lúkas minn vill oft kaupa allskonar hluti, sérstaklega lestar og dót sem þeim fylgir. Hann segir oft "mommy, we need to kaupa this" og notar þá íslenskuna til að leggja áherslu á orð sín. Í morgun var hann að skoða lista sem hafði komið inn um lúguna í gær, og fann að sjálfsögðu dótasíðurnar mjög fljótlega. Hann benti á hitt og þetta sem þarf að kaupa og reyndar líka á dót sem ekki má kaupa, af því að það er for girls. Eitt vildi hann þó fá sem ég er ekki viss um að ég geti töfrað upp úr hatti. Hann sagði þegar listinn var búinn;"baby boys are brothers and baby girls are sisters. I want a baby brother." Ég sagði honum að maður þyrfti að deila öllu dótinu sínu með baby brothers. "OK" sagðir hann, "I don´t want brother then." Fjúff! Narrow escape!

Engin ummæli: