sunnudagur, 2. desember 2007

Mamma og pabbi komin og farin, ekkert heyrist frá Vision express en háskólanám borgað og hefst á fullu í janúar. Margt í einu. Plönuð ferð númer tvö til IKEA frestast aftur, Lúkas er aftur veikur. Ég er búin að bíða í fjögur og hálft ár eftir að komast í IKEA og loksins þegar það er planað þá er Lúkas veikur tvo sunnudaga í röð. Ég hef manninn að sjálfsögðu sterklega undir grun um að gefa barninu ólyfjan, ferð í IKEA þýðir enginn fótbolti. Chelsea v. Westham síðast, Tottenham eitthvað annað í dag. Nei að öllu gríni slepptu þá er ég hálfsvekkt í dag. OK að fresta um eina helgi en ég er hundfúl í dag. Greyið Lúkas. Mikið sem hann á sjálfselska mömmu.

Engin ummæli: