sunnudagur, 18. maí 2008

Ég lá á hnjánum í gærkveldi og bað allar góðar vættir um að leyfa mér að vinna lóttóið en ekki dugði, ég þarf að mæta í vinnuna á mánudaginn. Það væri bara svo gaman að eiga 7 milljón pund. Já, þá væri sko gaman að vera til, og ekki bara hjá mér heldur líka hjá öllum í kringum mig. Uppáhaldsdagdraumurinn minn núna er hvað ég myndi gera við peningana. Ég get eitt löngum tíma í að eyða þeim í huganum. Verst að ég klára þá eiginlega alltaf. Allavega, fyrsta talan sem upp kom var á miðanum mínum og ég æstist öll upp, en svo ekki meir. Þannig að nýja þvottavélin sem ég þurfti að kaupa í dag er bara venjuleg þvottavél. Ég hafði sko séð fyrir mér að ef ég ynni lottóið þá myndi ég skapa atvinnu handa minni eigin þvottakonu/manni.

Enn og aftur fer Júróvisjón framhjá mér, eitt "drawback" við að búa erlendis. Ég veit ekki einusinni hvernig breska framlagið hljómar í ár. Ég ætla nú samt að gera mitt besta til að horfa um næstu helgi. Er nú samt hugsað til besta júróvisjónlagsins frá upphafi og þess að það vann ekki! Hvílík hneisa.

2 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mikið er ég sammála þér með besta Júróvisíonlag allra tíma. Annars er það af keppninni að frétta að hún er á þriðjudagskvöld, fimmtudagskvöld og svo úrslitin á laugardagskvöldið - svona ef þú þarft ekki að þvo þá er þetta fínasta skemmtun. Ég verð næstum því þreytt fyrirfram þar sem ég verða lífs nauðsynlega að horfa á keppnina öll kvöldin. Maður verður nú að vera viðræðuhæfur í vinahópunum.

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég sammála ykkur með lagavalið. Ég hélt reyndar lengi að Umberto Tozzi hafi líka keppt með Gloríu 1979 og það hefur alltaf verið mitt uppáhaldaslag. En það var víst ekki í Eurovision. Snilldarlag samt sem áður. http://www.youtube.com/watch?v=WzDLHcY9nW4

Luv Harpa