föstudagur, 16. maí 2008

Sjóntækjafræðingurinn var í fríi í dag, hann er að halda upp á fimmtugsafmælið sitt, þannig að við vorum í rólegheitum í vinnunni í dag. Það er mjög lítið um búðarrápara hjá okkur, þannig að ég kom með útvarp með mér og við sátum mest allan daginn, hlustuðum á popptónlist og lásum slúðurblöð. Ágætt að fá svona dag öðruhvoru, slaka á, þurfa ekki að vera næs við fólk og þurfa ekki að "selja". Merkilegt að það sé erfitt að vera næs, en ég held að það sé það sem mér finnst vera mest þreytandi við starfið. Allir kjánarnir sem ég þarf að brosa til og samþykkja vitleysuna sem þeir segja og þetta endalausa spjall um veðrið. Stundum langar mig bara til að segja við fólk: "DO I look bovvered?" og "computer says no". Væri það ekki gaman?

Engin ummæli: