sunnudagur, 17. ágúst 2008

Það er alltaf gott að vera í sínu húsi, það erum við Láki sammála um. Mér fannst hinsvegar sérlega erfitt að koma heim í þetta sinnið. Aðallega vegna þess hve ósátt ég er í vinnunni. Ég fæ hreinlega gubbupest við tilhugsunina um að fara aftur í vinnu. Og það er ómögulegt að líða þannig. Ég er mest ósátt vegna þess að ég sá draumadjobbið auglýst á Íslandi. Talsmaður fyrir LÍÚ. Akkúrat það sem ég vil gera. Það er semsé ekkert sem heldur mér hér lengur. Ef ég fæ ekki betri vinnu á næstu 2, 3 mánuðum þá er ég farin. Eins og Dave sagði þá er það bara hans vegna sem við erum hér og hann er flytjanlegur. Mig langar bara svo til að hafa aðeins skemmtilegri ferilskrá til að fara með heim í ofanálega við námið. Ég er búin að sækja um tvær spennandi vinnur núna og bíð átekta. Sjáum hvað setur.

Og já. Ég þarf að byrja upp á nýtt í betra mataræði lífstílnum. Hann lifði Íslandsförina ekki af. En engar áhyggjur, það kemur allt aftur. Ég er byrjuð aftur á fullum krafti. (Um leið og ég er búin með þennan lakkríspoka...)

Ps. Ég fékk annað c fyrir 3 ritgerðina. Fín fræðimennska en hroðvirknislega unnin. Veit upp á mig sökina þar. Bíð enn eftir prófseinkunn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe já kláraðu lakkrísinn kona, hann er bara hollur og góður! Allavega finnst mér það :D. Takk fyrir öll deitin í sjoppuni elsku frænka, svakalega gott að hitta þig :D. Sjáumst fljótlega aftur.