miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Ég sæki um vinnur hægri vinstri sem stendur, man orðið ekki eftir hvað ég er búin að sækja um. Mér er orðið alveg sama hvað ég fæ, bara að ég geti gert eitthvað annað en það sem ég er að gera núna. Í fyrstu var ég að vonast eftir einhverju betra, þar sem ég gæti nýtt námið meira en núna er það þannig að mér er nokk sama hvað ég geri, bara að það sé eitthvað nýtt. Andrúmsloftið í vinnunni verður stanslaust verra, ég veir ekki alveg hvað gerðist en mér finnst eins og að verslunarstjórinn sé að panikka yfir slæmu árferði og taki það út á mér. Sem er ekki nógu gott, hún er ekki góður stjóri ef hún getur ekki frekar reynt að yfirfæra panikkið í kraft til að gera eitthvað nýtt og sniðugt til að selja meira. Hvað um það þetta er skítavinna og ég er svo overqualified að það er ekki fyndið og þar sem það er útreynt með að koma sér áfram í fyrirtækinu þá verð ég bara að kveðja. Basta.

Ég sveiflast því á milli ofsakvíða og ofsakæti. Hvað ef ég finn ekkert annað? Ég get ekki hætt því ég er búin að ráðstafa mánaðarlaununum fyrirfram og má ekki missa úr greiðslu. Í næstu andrá er ég komin á flug með að ímynda mér mig í því starfi sem ég er að sækja um í það og það sinnið.

Að öðru leyti er ég svo ekki alveg að takast á við mataræðið. Er enn að maulast með Íslandsblús og fer í Marks og Spencer í hádeginu og kaupi mér flapjack. Þetta kemur allt með kalda vatninu.

Engin ummæli: