mánudagur, 29. september 2008





Þetta er búinn að vera góður dagur enn og aftur. Hingað kom sérlega kumpánlegur rafvirkji í morgun, þáði tebolla og eftir gott spjall um vexti, vaxtavexti, veðurfar og viðbit hóf hann störf. Setti upp ljósið yfir borðstofuborðið svo unun er á að líta. Mikið sem svona lagað gerir mig hamingjusama. Svo skundaði ég á fund hjúkku og hef enn lést um annað kíló. Betra var þó að hún lét mig fá lyfseðil í ræktina. Já, núna get ég farið í ræktina og rétt afgreiðsludömunni lyfseðil og þá borga ég £1 í stað fjögurra. Það munar nú um minna! Ég get því miður ekki stólað á Ceri og Shirley og þarf að finna mér leiðir til að fara sjálf en ég er nú svo uppnumin af bodyPumpinu að ég reyni nú að finna leiðir til að komast án þeirra. Aðalatriði dagsins var svo atvinnuviðtalið. Það er ómögulegt að segja hvernig gekk, mér fannst ég koma ágætlega vel fyrir en maður veit aldrei. Nú bíð ég bara átekta. Fingers crossed eins og við segjum hérna megin.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Til lukku með ljósið, til lukku með kílóið, sem kemur vonandi aldrei aftur og ég skal líka krossa fingur fyrir þig út af atvinnuviðtalinu!

Hanna sagði...

það er svo dásamlegt til þess að hugsa að litlir hlutir geri mann hamingjusaman. Þá verður bara einhvern veginn auðveldara að verða það. Lítið bros lítið blik lítið ljós litlar verur....

Knús
Blöbbý, sem er með þeytivindu í hausnum ;-)