sunnudagur, 14. september 2008

Ég hef margoft sagt að það liggi enginn sálrænn þáttur að baki ofáti mínu, mér finnst matur einfaldlega rosalega góður og á bara erfitt með að hætta. En það er orðið svo að ég verð eiginlega að skoða það mál aðeins betur. Ég hef aldrei verið jafnslæm og ég er núna. Ég hugsa stanslaust um mat, allt mitt líf snýst í kringum næstu máltíð, að versla í matinn og panikk ef það er ekki til "eitthvað gott." Þetta er búið að vera að ágerast eftir að ég flyt hingað út. Það er víst komið svo að ég þarf að athuga hvort ég sé að borða vegna heimþrár. Ef svo er þá verð ég að fara í að laga það. Ég get í það minnsta ekki haldið svona áfram, öll loforðin sem ég geri sjálfri mér og brýt svo, vonbrigðin og sjálfsfyrirlitning sem svo fylgir. Ég bara verð að ná tökum á þessu. Ég get þetta bara ekki enn einu sinni. Ég er alveg búin á því.

3 ummæli:

Harpa sagði...

"...and I know that it´s a wonderful world but I can´t feel it right know..."
Bara draga djúpt andann og reyna sitt besta, það er ekki hægt að ætlast til meira!

Hulda sagði...

Stundum veit maður bara ekki hvað á að gera næst...en svo kemur það, nýtt plan og ný kona...bíddu bara! Þetta gerist því miður ekki á einum degi. Ég er að segja þér það...KOMDU MEÐ NÝTT PLAN!!!

Amma sagði...

Gangi þér vel elsku barn :D