þriðjudagur, 16. september 2008

Jæja, hvort sem maður er feitur eða mjór þá verður maður nú alltaf að reyna að vera í stuði og það er það sem ég hef í hyggju að gera. Eins og áður hefur komið fram er ég alltaf að reyna að finna nýja vinnu, enda er ekki mikið stuð í vinnunni sem ég er í núna. Og viti menn, ætli að ég hafi bara ekki verið í atvinnu"prófi" hjá Skattinum í morgun. Svissaði frídegi til að komast í þetta og er bara vel spennt núna. Þetta var semsagt 3 lota í því að fá vinnu hjá Her Majesty´s Revenue and Customs, fyrst var próf á netinu, núna skriflegt próf á skrifstofunni hjá þeim og ef ég hef náð því þá verður mér boðið í viðtal. Ég hlakka til að sjá hvað gerist næst, fannst ganga vel prófinu en maður veit aldrei.

Ég er alveg í stuði með mataræðið. Ætla alveg að hætta í megrun, ætla aldrei framar að spá í þessu. Ætla bara að hugsa mig um í hvert sinn sem ég fæ mér eitthvað að borða. Og fara til hjúkku í vigtun. Halda áfram í Pilates enda finnst mér það gaman og fara með Ceri og Shirley til Plas Madoc í bodyPump. En ég ætla ekki að telja karólínur eða kaupa einn einasta matarsnefil sem heitir "diet", "light" eða "létt". Basta.

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Gott hjá þér!!

Sibbýsjálf í stuði :o) sagði...

Gott, það er stuðið sem skiptir máli! Og hana nú!

Harpa sagði...

He he, mér líst vel á þetta plan... sko að vera bara í stuði! Tek þig til fyrirmyndar góða!

Hulda sagði...

Stuð er það sem virkar :D. Líst vel á þetta hjá þér! Gangi þér vel hjá skattinum...ætlarðu þá að kenna okkur alla klækina í skattkerfinu ef þú kemst þar inn?