mánudagur, 10. nóvember 2008

"Flísbylting." Þetta er frábært hugtak og vert að skoða hvort Jón Ólafsson heimspekingur hafi sett þarna saman hugtak sem lýsir því hvernig íslenskur almenningur nær að gera líkt og Tékkar með "Flauelsbyltingu" og komi gagnslausum og spilltum ráðamönnum frá völdum. Mikið vildi ég að ég gæti komið til mótmæla með ykkur bræður og systur.

Ég horfi spennt á Silfur Egils til að reyna að ná áttum í því sem er að gerast á Íslandi, en finnst erfitt að vera hérna og svona smá afskipt. En finnst líka frábært hvað við eigum greinilega mikið af gáfuðu og hæfileikaríku fólki sem er með fullt af góðum hugmyndum um hvernig best er að stýra landinu úr þessum erfiðleikum. Skilyrðislaus krafa um að koma á kosningum og veita hæfu fólki umboð þjóðarinnar til að gera eitthvað af viti er númer eitt, tvö og þrjú og ég held að það ætti að biðja fólk sem veit hvað það er að tala um að sjá um þetta. Hagfræðingar og heimspekingar, fólk af þekkingarsviði. Ekki sama skítapakkið sem fékk djobbið af því að pabbi er seðlabankastjóri. Jaso and that´s my twopenny´s worth.

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég er mest hrædd um að hann bróðir þinn hafi rétt fyrir sér þ.e. að hér muni engin breyting verða á. Fagfólkið fái ekki að komat að og sömu rassgötin munu sitja áfram í stólunum!