fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Mér finnst þetta alltaf verða erfiðara og erfiðara, þetta að vera ekki í meiri tengingu við Ísland. Ég skil ekki í alvörunni hvað er að gerast, það er ekki nóg að lesa hálfar fréttir, horfa á Egil og tala við mömmu og pabba. Mig vantar að finna andrúmsloftið. En akkúrat núna kostar það okkur £1300 að fljúga heim yfir helgi í febrúar! Hvaða rugl er þetta? Ég gæti farið til Spánar í 3 vikur fyrir þetta!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hafðu engar áhyggjur Baba mín... það skilur enginn hér heldur hvað er að gerast - really! þín Sibbý!