föstudagur, 14. nóvember 2008

Lúkas fór á sitt fyrsta skóladiskótek í kvöld. Hann var ægilega spenntur og ætlaði að dansa allt kvöldið við Summer. Hún, er víst, "tiny and beautiful" sem ég er ekkert sérlega ánægð með, að hann strax setji samasemmerki á milli tiny og beautiful. Hann bað mig um að leyfa sér að vera með kúl hárgreiðslu en því miður þá var ég að vinna og Heather fór með hann þannig að hárið var bara venjulegt. Hann var reyndar svo sveittur þegar ég náði í hann að mér sýndist að hárgreiðsla hefði dugað stutt. Já, það er stutt í unglinginn sýnist mér.

Engin ummæli: