sunnudagur, 16. nóvember 2008

Ég sem er vanalega svo ægilega skipulögð gerði þau reginmistök í dag að fara að versla án þess að vera með tilbúinn matseðilinn. Og jú, það var sem ég hélt; ég keypti klósettpappír fyrir 6 pund og maltesers fyrir afganginn upp í 94 pund. Við erum semsagt við eiginlega öllu búin hérna á þessu heimili.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þungt pundið í Maltesersinu þar í landi! og þúsund kossa færðu í kaupbæti :o)

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus er fröken Sibbýsjálf sum sé!