fimmtudagur, 6. nóvember 2008


Frumburðurinn, einkasonurinn, ljósið mitt og yndi er 5 ára í dag.

Hann kom dálítið óvænt til sögunnar; ég kenni ástinni sem ríkti yfir Þorlákshöfn um Þorrablót 2003 um, eiginmaðurinn því að ég kunni ekki að telja. (Enda hefði ég aldrei átt að sjá um talninguna eins og hann segir sjálfur, hann er stærðfræðingurinn!) En það verður að segjast að við erum sammála um það hjónin að við erum mjög fegin örlögunum að hafa tekið svona af okkur völdin því við hefðum sjálfsagt aldrei haft okkur í að taka svona stóra ákvörðun vís vitandi. Hann var sérstaklega fullorðin með þetta allt saman og samþykkti að bíða með kökuát og pakkastand þar til hann kom aftur heim úr skóla í kvöld, enda hefðum við aldrei komist í vinnu ef við hefðum gert þetta í morgun. Og þvílík hamingja í kvöld. Hann fékk Lego Beinagrinda kastala frá ömmu og afa (tók mig bara 2 og hálfan tíma að byggja hann í kvöld) og þar með hefur draumurinn um að eignast Lego beinagrind (don´t ask) ræst. Og hægt að fara að sofa eins sáttur við lífið og maður bara getur verið.

4 ummæli:

Hanna sagði...

juminn eins gott að þú skrifaðir færsluna, ég mundi eftir afmælinu í gær en ekki í dag. En burtséð frá því þá INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ PRINSINN YKKAR. 5 ár er langur tími en þó svo stuttur í minningunni og einhvern veginn virðast börnin aldrei hafa verið öðruvísi en þau eru akkúrat í dag.

Stórt knús til Láka, stórt knús til Dave og stærstasta knúsið færð þú, elsku Baba.

Þín
Blöbbz

p.s. fæ ég eina lufsu af þessari gómsætu súkkóköku??

Nafnlaus sagði...

...meira Juh og til luuuuuuuuuuuuuukkku með afmælisdrenginn.... þótt hann sé nú líklega komin í háttinn og dreymi engla og góða vætti.
Ástarkveðjur til ykkar með hamingjuóskum í tilefni dagsins - mússí, Á

Hulda sagði...

Innilega til hamingju með þetta allt elsku frænka. Lífið kemur sífellt á óvart eins og þú hefur væntanlega fattað núna ;). Hafið það gott krútt. Amma og Afi biðja að heilsa öllum í Wales ;)

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Til hamingju með drenginn. Kv. Kgb