miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Nágranni okkar nokkur bankaði upp á í gærkveldi og vildi endilega fá að kaupa skúrinn okkar. Við erum sem sé með geymsluskúr í garðinum sem nýtist okkur ekki neitt. Það þarf heilmikið að gera við hann til að hægt sé að nota hann til að geyma dót og fyrrum eigandi hússins skildi eftir í honum fullt af drasli. Þannig að við vorum með ónýtan skúr fullan af drasli sem hefði þurft að henda og rífa niður. Og það er það sem hann ætlar að gera. Henda öllu draslinu, rífa niður skúrinn og byggja hann svo aftur í garðinum sínu. Og borga okkur fyrir. Hversu sniðugt er það nú? Og það besta er að það þýðir að þá er pláss fyrir bílinn minn. Við fáum sem sé tvöfalt bílastæði.

3 ummæli:

Hanna sagði...

Lukkan yfir og allt um kring :-)

Guðrún sagði...

Þetta er sko aldeilis endurnýting! Eitthvað sem Íslendingar ættu kannski að læra.

Harpa sagði...

Meiri lukkan alltaf hjá þér góða! Hlakka til að sjá þig þeysast um á nýja bílnum (verð greinlega að koma í heimsókn....)