mánudagur, 3. nóvember 2008

Það líður nú ekki á löngu þangað til að ég verð komin með bílpróf. Ég þeysist orðið um allt og það á réttum vegarhelmingi, og finnst bara gaman að keyra. Það er bara dálítið langur biðtími í að komast í próf. Sjáum hvað setur.

3 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég þurfti að bíða í 7 vikur frá bóklega prófinu fram að verklega prófinu hér í ameríkuhreppi. Fékk skírteinið mitt á þriðjudaginn síðasta. Íslenska ökuskírteinið er álíka verðmætt og skeinipappír hérna megin á hnettinum.

Hanna sagði...

Hey Baba - hvernig væri að setja markið hátt og keyra til Danaveldis með vorinu. Það verður ágætis áskorun að skipta frá vinstri til hægri....

murta sagði...

Hmmmm... kannski að maður dragi fram atlasinn Blöbbý mín. Ja so!