miðvikudagur, 1. apríl 2009

Nú ríður á að vinna lóttóið á laugardaginn. Ég fékk nefnilega hugmynd. Mig langar til að opna nývöruverlsun sem leggur áherlsu á góðan mat, hefur horn þar sem (feitt) fólk getur sest og smakkað og spjallað saman og hlustað á fyrirlestra og tekið þátt í umræðum um hollt líferni. Til hliðar er svo æfingarsalur fyrir offeita þar sem áherlsa er lögð á lyftingar og yoga. Í kjallaranum er svo lítil bókaverlsun. Þetta er augljóslega ekki gróðafyrirtæki og þessvegna vantar mig góðan lottóvinning svo ég þurfi ekki að græða peninga. Og ég gæti bara eytt öllum mínum dögum í að stússast í mat, vel gerðum, ferskum, og góðum mat, á milli þess að vera að lyfta og blaða í bókum. Og þar með er komið himnaríki fyrir Svövu Rán.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér líst sérlega vel á þessa hugmynd, Koma svo - vinna lottóið!!