mánudagur, 16. nóvember 2009

Mikið svakalega var þetta leiðinleg færsla hjá mér í gær. Í guðanna bænum ekki taka mark á svona sjálfumglöðum þvættingi. Ég bara veit ekki um hvað ég var að hugsa. Hvað um það. Jólin. Já, þau eru á næsta leyti og ég er farin að hlakka til. Er að reyna ekki en get ekki að því gert. Ég hlakka til að skreyta, ég hlakka til að kaupa gjafir, ég hlakka til að hlusta á tónlistina, ég hlakka til að finna gleðina í hjartanu sem ég finn, ég hlakka til að það kólni enn meira svo ég geti farið að nota húfuna mína, ég hlakka til ljósanna, ég hlakka til að búa til kort og senda. Og ég hlakka til að halda upp á matarjól þar sem þau standa yfir í einn dag. Ég er með hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og svo á ég smá makkintoss og í ár ætlum við bara að láta það duga. Ekkert rugl í ár. Ég nenni ekki þessu tvö skref áfram, eitt tilbaka kjaftæði. Jólin fyrir mér í ár ætla að snúast um allt annað en mat. Amen.

1 ummæli:

Harpa sagði...

jíha! Á þessu heimili býr líka skrýtið fólk sem safnar kjúklingabeinum og öðru slíku. Algjörlega óþolandi. Bara ekkert pláss fyrir ís í frystinum! Eina bótin að mér finnst ís ekkert sérstaklega góður þannig að ég nenni ekki að skipta mér af þessu. En vildi bara segja þér þetta góða, þið A getið þá rætt þetta áhugamál ykkar í næsta partýi ;-)